Innlent

Styrkur hækkar í fjórar milljónir

Utanríkisráðherra og Tryggvi Jakobsson, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna, skrifuðu undir samninginn.
Utanríkisráðherra og Tryggvi Jakobsson, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna, skrifuðu undir samninginn.

Ísland fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli aðildar að Sameinuðu þjóðunum. Á afmælishátíð sem Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hélt í gær tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að framlög ríkisins til félagsins yrðu hækkuð úr 900 þúsund krónum í fjórar milljónir króna.

„Ég er mjög ánægð með þennan samning,“ sagði Valgerður eftir að samningurinn var undirritaður. „Ríkisstjórnin reynir að endurspegla vilja þjóðarinnar í alþjóðamálum og til að fólk hafi áhuga á þessum málaflokki verðum við að styðja við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×