Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum 20. nóvember 2006 19:18 Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira