Skotbakvörðurinn Larry Hughes hjá Cleveland Cavaliers verður frá keppni það sem eftir lifir tímabilsins eftir að hafa gengist undir aðra aðgerð sína á stuttum tíma vegna fingurbrots. Fyrir skömmu kom í ljós að fyrri aðgerðin hafði ekki tekist sem skildi og því er ljóst að hann missir úr aðrar 8-10 vikur.
Hughes kom til Cleveland frá Washington í sumar og skoraði að meðaltali um 16 stig í leik áður en hann brotnaði. Þetta eru slæm tíðindi fyrir LeBron James og félaga, sem hugga sig þó við það að Hughes gæti orðið leikfær í úrslitakeppninni í vor.