Viðskipti innlent

Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi.

Mesta verðbólgan mældist 9,8 prósent í Tyrklandi á tímabilinu en 7,1 prósent hér á landi. Minnsta verðbólgan var hins vegar í Sviss eða 0,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×