Fótbolti

Barcelona áfram

Eiður Smári fagnar hér marki sínu
Eiður Smári fagnar hér marki sínu NordicPhotos/GettyImages

Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn.

Barcelona tryggði sér fyrir vikið annað sætið í A-riðli en Bremen situr eftir og fer í Evrópukeppni félagsliða. Chelsea vann sigur í riðlinum, en liðið vann Levski 2-0 í kvöld með mörkum frá Shevchenko og Wright-Phillips.

Bayern og Inter skildu jöfn í Munchen þar sem Roy Makaay virtist vera búinn að tryggja heimamönnum sigur með marki sínu á 62. mínútu, en Patrick Vieira jafnaði í uppbótartíma. Bayern hirti efsta sætið í riðlinum en Inter varð í öðru sæti. Sporting fer í UEFA keppnina þrátt fyrir 3-1 tap heima fyrir Spartak Moskvu í kvöld.

Liverpool tapaði 3-2 fyrir Galatasaray á útivelli þar sem Robbie Fowler skoraði bæði mörk enska liðsins, en Liverpool vann riðilinn og PSV fer áfram í 16-liða úrslitin þrátt fyrir að steinliggja fyrir Bordeux 3-1 á heimavelli.

Í D-riðli vann svo Roma 1-0 sigur á Valencia og tryggði sér annað sætið í riðlinum, þar sem Valencia var þegar sigurvegari. Shaktarog Olympiakos skildu jöfn 1-1.

Eftirtalin lið eru því komin í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni:

Chelsea, Barcelona, Bayern, Inter, Liverpool, PSV, Valencia og Roma.

Bremen, Sporting, Bordeaux og Shaktar fara inn í 32-liða úrslit UEFA keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×