Viðskipti innlent

Gengið skýrir samdráttinn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hagnaður Opinna kerfa Group eftir skatta var 215 milljónir króna árið 2005, en árið 2004 nam hagnaðurinn 225 milljónum. Þá voru Skýrr og Teymi hluti af samstæðunni, en fyrirtækin voru bæði færð yfir til móðurfélagsins Kögunar í byrjun árs 2005.

Arðsemi eigin fjár samstæðunnar er á ársgrundvelli 15,5 prósent, en var 12,5 prósent árið áður. Undir samstæðuna heyra tvö eignarhaldsfélög og rekstrarfélögin Opin kerfi ehf., Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi A/S í Danmörku.

Velta dróst saman um tæpan milljarð milli ára þegar tekið hefur verið til flutnings Skýrr og Teymis úr samstæðunni, en það er sagt skýrast að miklu leyti af sterkari stöðu íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku og dönsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×