Viðskipti innlent

Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork

Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System.

Í tilkynningunni segir eftirfarandi: „Eins og fram kom í lýsingu Marels er birt var í Kauphöll Íslands í september síðastliðnum, þá stofnaði Marel ásamt Eyri Invest ehf. og Landsbanka Íslands hf. eignarhaldsfélagið LME ehf. í febrúar á þessu ári í þeim tilgangi að kaupa hlutafé í hollenska félaginu Stork NV. Fjárfestingin var gerð til að stuðla að áframhaldandi góðu samstarfi Marel og Stork Food System, en félögin hafa átt í nánu samstarfi síðustu 8 ár. Eignarhlutur LME ehf. í Stork NV. er óbreyttur frá útgáfu lýsingarinnar.“



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×