Innlent

Langtíma þjónustuáætlun fyrir geðfatlaða

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur lagt fram ítarlega stefnu og framkvæmdaáætlun í þjónustu við geðfatlaða til ársins Tvöþúsund og tíu.

Á því tímabili verður kostað kapps um að geðfatlað fólk njóti sambærilegra lífskjara og lífsgæða og aðrir þegnar þjóðfélagsins.

Kostað verður kapps um að fagleg þekking og færni starfsfólks verði á við það sem best gerist í Evrópu.

Kostað verður kapps um að verklag og gæði þjónustunnar verði á við það besta sem gerist í Evrópu. Komið verði á gæðakerfi á landsvísu og gæðahandbækur þróaðar hjá hverjum þjónustuaðila fyrir árslok 2008.

Byggt verður upp sam starf við önnur lönd um þróun þjónustu við geðfatlað fólk og aðstandendur þess, til að afla upplýsinga og koma á framfæri nýjungum um það sem er efst og baugi og best hefur tekist í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×