Innlent

Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Pjetur

Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn.

Starfshópurinn leggur jafnframt til að unnið verði að sérstökum lögum um starfsemi öryggis- og greiningarþjónustunnar. Starfsemi þessarar þjónustu verður háð eftirliti sérstakrar eftirlitsnefndar sem skipuð verður fimm þingmönnum. Byggja á upp upplýsingakerfi fyrir öryggis- og greiningarþjónustuna og aflað verður heimilda til samkeyrslu gagna í vörslu opinberra aðila. Starfhópurinn leggur jafnframt til að komið verði á formlegu samstarfi við erlendar öryggisþjónustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×