Innlent

Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið MYND/GVA

Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki.

Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars rekur NFS, lét í mars á þessu ári birta auglýsingu sem RÚV hafði áður birt en lét breyta efni hennar og útliti. 365 viðurkennir að hafa notað auglýsingu RÚV án samþykkis þeirra.

Í auglýsingunni var stuðst við könnun á áhorfi á dagskrá fjölmiðla. Í sameiginlegri fréttatilkynningu 365 og RÚV segir að mikilvægt sé að til sé vettvangur fyrir fjölmiðlakönnun á Íslandi og því sé nauðsynlegt að halda í heiðri og fara eftir þeim sameiginlega grunni sem var lagður með samningi samstarfshóps um fjölmiðlarannsóknir en bæði fyrirtækin áttu hlut að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×