Innlent

Fjölga þarf plássum að Sogni

Réttargeðdeildin að Sogni.
Réttargeðdeildin að Sogni.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu.

Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni, hefur sakað stjórnvöld um skilningsleysi á málefnum deildarinnar en í eitt ár hafa átta geðsjúkir afbrotamenn verið þar í vistun þó að aðeins séu þar sjö sjúkrarúm. Fyrir skömmu varð að losa eitt rúm vegna bráðainnlagnar og var vistmaður því sendur í ótímabundið leyfi. Matthías Halldórsson, starfandi yfirlæknir telur að fjölga þurfi plássum pássum og bæta aðstöðu réttargeðdeildarinnar.

Siv segir það rétt að réttargeðdeildin sé of lítil. Þar eru pláss fyrir sjö einstaklinga en þyrftu að vera tuttugu til að standast samanburð við hin Norðurlöndin. Hún segir að nú sé unnið að frumhönnun nýs hús að Sogni og fullri hönnun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×