Innlent

Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála

 

Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna.

Helgi Viborg sálfræðingur og deildarstjóri á þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness segir hegðunarvanda íslenskra barna tilbúið vandamál. Hvergi séu fleiri börn sjúkdómsgreind með hegðunarvandamál og hvergi séu fleiri börn á geðlyfjum en á Íslandi. Hann segir nauðsynlegt að breyta grunnskólalögum þannig að þau skapi ekki þörf fyrir sjúkdómsgreiningar. Hann telur að nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra um úrbætur í geðheilbrigðismálum barna og unglinga ýti undir þessa þróun sjúkdómsvæðingar heðgunarvandamála. Nauðsynlegt sé að móta heildarstefnu allra ráðuneyta sem að þessum málum koma, heilbrigðis-, menntamála og félagsmálaráðuneyti. Auk þess þurfi börn að fá meiri hjálp heima í héraði, þ.e. í skólulnum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×