Leiðin vörðuð að miðstöð fjármála 13. september 2006 00:01 Í kauphöllinni í Frankfurt. Hér sést verðbréfamiðlari í Frankfurt í Þýskalandi að störfum, en borgin er oft kölluð fjármálamiðstöð Evrópu. Nefnd kannar möguleika á því að laða hingað alþjóðlega fjármálastarfsemi. MYND/AFP Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.
Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira