Dagsbrún skipt upp í tvö rekstrarfélög 13. september 2006 00:01 Af kynningarfundi Dagsbrúnar. Rekstri Dagsbrúnar hefur verið skipt í tvennt. Teymi og hlutafélagið 365 verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember. MYND/GVA Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365. Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365.
Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira