Talíbanar hættulegri en al-Kaída liðar 13. september 2006 10:30 Pervez Musharraf, forseti Pakistans. MYND/AP Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið. Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið.
Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira