Sport

Shaq hélt upp á afmælið með sigri

Shaquille O´Neal var öflugur á afmælisdaginn sinn og skoraði 35 stig og hirti 12 fráköst í sigri á Charlotte
Shaquille O´Neal var öflugur á afmælisdaginn sinn og skoraði 35 stig og hirti 12 fráköst í sigri á Charlotte NordicPhotos/GettyImages

Miðherjinn Shaquille O´Neal hélt upp á 34 ára afmælið sitt í gær með því að skora 35 stig og hirða 12 fráköst í naumum sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats 106-105 í framlengdum leik. Shaq skoraði öll 8 stig Miami í framlengingunni. Gerald Wallace skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir Charlotte.

Sacramento burstaði New Jersey á útivelli 109-84. Mike Bibby skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento, en Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey.

Phoenix vann 11. leikinn sinn í röð þegar liðið rúllaði yfir New Orleans á útivelli 101-88 og vann meðal annars lokaleikhlutann 30-9 þrátt fyrir ökklameiðsli Steve Nash. Boris Diaw skoraði 20 stig fyrir Phoenix, en David West skoraði 22 stig fyrir New Orleans.

Denver lagði Memphis 115-101. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis, en Carmelo Anthony skoraði 35 stig fyrir Denver.

Utah lagði Orlando 90-85. Mehmet Okur skoraði 22 stig fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot. Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando.

Loks vann San Antonio sigur á LA Lakers 103-96. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Manu Ginobili og Tony Parker skoruðu 21 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 18 stigum, 7 fráköstum og 9 stoðsendingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×