Sport

Við töpuðum fyrir heimsklassa liði

Paul Jewell sagði sína menn hafa tapað fyrir liði í heimsklassa
Paul Jewell sagði sína menn hafa tapað fyrir liði í heimsklassa NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, viðurkenndi að lið hans hefði einfaldlega mætt ofjörlum sínum í úrslitaleik enska deildarbikarsins í dag. Fyrirliði Wigan var þó ekki á sama máli og var hundfúll með 4-0 tapið.

"Við fengum á okkur óþarfa mörk og þeir refsuðu okkur umsvifalaust. Þetta var eins og Davíð gegn Golíat, því við vorum að spila við lið í heimsklassa og leikmenn í heimsklassa. Það er aldrei gaman að tapa, en þegar maður tapar svona, þýðir ekkert að velta sér upp úr því," sagði Jewell.

Arjan de Zeeuw, fyrirliði Wigan var hundfúll eftir leikinn. "Mér líður ömurlega. Sumir segja að það að komast í úrslitaleikinn sé afrek, en ég var ekki að fara í úrslitin til að tapa. Við gerðum allt of mikið af mistökum og var refsað fyrir það. Við komum hingað til að vinna, en vorum ansi langt frá því og það er fúlt," sagði de Zeeuw.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×