Viðskipti innlent

Olíusjóður skilaði tapi

norskur fáni blaktir við borpall
Lífeyrissjóður norska ríkisins, olíusjóðurinn norski, tapaði tæpum 248 milljörðum íslenskra króna vegna hærri stýrivaxta og lækkunar á gengi hlutabréfa.
norskur fáni blaktir við borpall Lífeyrissjóður norska ríkisins, olíusjóðurinn norski, tapaði tæpum 248 milljörðum íslenskra króna vegna hærri stýrivaxta og lækkunar á gengi hlutabréfa.

Lífeyrissjóður norska ríkisins, sem gjarnan er nefndur Norski olíusjóðurinn, tapaði 22 milljörðum norskra króna, tæpum 248 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er gengislækkun hlutabréfa í Japan og á nýmörkuðum. Þá á stýrivaxtahækkun heima fyrir hlut að máli.

Stór hluti fjárfestinga Olíu­sjóðsins er utan Noregs til að koma í veg fyrir ofhitnun í norska hagkerfinu, en þrjátíu til fimmtíu prósentum hans er varið til kaupa í ríkisskuldabréfum.

Þrátt fyrir tapið er fjarri að olíusjóðurinn rambi á barmi gjaldþrots. Markaðsvirði hans í lok fjórðungsins nam 1.505 milljörðum norskra króna, jafnvirði tæpra sautján þúsund milljarða íslenskra króna. Er það aukning um 21 milljarð norskra króna á tímabilinu sem aðallega er til komin vegna tilfærslu sjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×