Lífið

Todmobile á Nasa um helgina

Todmobile gefur út nýtt lag í fyrsta sinn í 10 ár sem ber heitið "Ljósið ert þú": Þetta er fyrsti singull Todmobile sem þríeykið semur saman síðan 1996 þegar Voodoman kom út á plötunni "Perlur og svín".
Todmobile gefur út nýtt lag í fyrsta sinn í 10 ár sem ber heitið "Ljósið ert þú": Þetta er fyrsti singull Todmobile sem þríeykið semur saman síðan 1996 þegar Voodoman kom út á plötunni "Perlur og svín".

Í tilefni af 20 ára afmæli Bylgjunnar mun stórhljómsveitin Todmobile spila á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll næstkomandi laugardagskvöld. Forsala miða hefst á Nasa á föstudaginn klukkan 13:00, miðaverð í forsölu er eins og sönnu Bylgjuballi sæmir aðeins 989 kr. Húsið opnar klukkan 23:00 á laugardag og þeir sem ekki hafa tryggt sér miða í forsölu geta gert það á staðnum meðan húsnæði leyfir. Todmobile spilaði á Nasa fyrr á þessu ári fyrir troðfullu húsi og skemmst er að minnast þess þegar hljómsveitin tróð upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eyjaskeggjum og gestum þeirra til mikillar ánægju.

Todmobile gefur út nýtt lag í fyrsta sinn í 10 ár sem ber heitið "Ljósið ert þú": Þetta er fyrsti singull Todmobile sem þríeykið semur saman síðan 1996 þegar Voodoman kom út á plötunni "Perlur og svín". Þar sem enn er sumar og sól var ákveðið að þessi singull yrði singalong en þó haldið í tignarlega trommuundiröldu hljómsveitarinnar sem fer þó sjaldan yfir 100 bpm. Eyþór Arnalds leiðir lagið sönglega en Andrea styður við af fullum krafti eins og rokkdrottningunni er einni lagið.

Todmobile undirbýr nú nýja hljómplötu sem væntanleg er með haustinu. Mega aðdáendur sveitarinnar jafnvel eiga von á smá forsmekk af plötunni á ballinu á laugardag en þess má geta að Todmobile hefur ekki sent frá sér nýtt efni í um það bil 10 ár. Síðustu plötur sveitarinnar hafa verið safnplötur og er skemmst að minnast stórkostlegrar plötu þar sem Todmobile sló saman með Sinfóníuhljómsveit Íslands og fluttu nokkur af bestu lögum sínum.

Todmobile er sem fyrr skipuð þeim Andreu Gylfadóttur, Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og Eyþóri Arnalds. Þeim til halds og trausts eru þeir Ólafur Hólm, Kjartan Valdemarsson og Eiður Arnarson

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.