Sport

Meistarabragur á Manchester United

Cristiano Ronaldo fagnar hér með félaga sínum Louis Saha eftir að sá síðarnefndi kom United í 2-0 í kvöld
Cristiano Ronaldo fagnar hér með félaga sínum Louis Saha eftir að sá síðarnefndi kom United í 2-0 í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Manchester United hélt uppteknum hætti í annari umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 3-0 á útivelli. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Charlton, sem mátti sín lítils gegn sterku liði United. Darren Fletcher, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær skoruðu mörk United sem er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga.

Ekki gekk betur hjá Íslendingaliði Reading sem tapaði 2-1 á útivelli fyrir Aston Villa. Reading komst yfir í upphafi leiks með marki frá Kevin Doyle, en einum leikmanna Reading var svo vikið af leikvelli skömmu síðar. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn sem varamaður í liði Reading á 36. mínútu og Ívar Ingimarsson var í byrjunarliðinu, en Aston Villa nýtti sér liðsmuninn og sigraði með mörkum frá Juan Pablo Angel og Gareth Barry.

Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham sem gerði 1-1 jafntefli við Bolton á heimavelli sínum. Heiðari var skipt útaf á 69. mínútu leiksins. El Hadji Diouf kom gestunum yfir á 73. mínútu, en Jimmy Bullard bjargaði stigi fyrir Fulham með marki úr víti í uppbótartíma.

Blackburn og Everton skildu jöfn 1-1. Benny McCarthy kom Blackburn yfir á 50. mínútu, en Tim Cahill jafnaði fyrir Everton skömmu fyrir leikslok. Þá skildu Manchester City og Portsmouth jöfn 0-0 í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×