Handbolti

Júlíus tilkynnir landsliðshópinn

Það verður hörð keyrsla á kvennalandsliðinu næstu daga
Það verður hörð keyrsla á kvennalandsliðinu næstu daga

Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn sem tekur þátt í undankeppni HM í Rúmeníu í næstu viku. Íslenska liðið leikur tvo æfingaleiki við Færeyinga í Safamýri á morgun og laugardag og eru þeir leikir lokaundirbúningur liðsins fyrir Rúmeníuferðina.

Hópur Íslands:

Markverðir eru Berglind Hansdóttir - Arhus og Íris Björk Símonardóttir - Gróttu.

Aðrir leikmenn eru Arna Pálsdóttir - HK, Ágústa Edda Björnsdóttir - Val, Dagný Skúladóttir - Holstebro, Elísabet Gunnarsdóttir - Stjörnunni, Eva M Kristinsdóttir - Gróttu, Guðbjörg Guðmannsdóttir - Fredrikshavn, Hanna Stefánsdóttir og Harpa Melsted - Haukum, Hildigunnur Einarsdóttir - Cal, Hrafnhildur Skúladóttir - Arhus, Jóna Ragnarsdóttir - Stjörnunni, Ragnhildur Guðundsdóttir Skive FH og Rakel Dögg Bragadóttir og Sólveig Kjærnested úr Stjörnunni.

Íslenska liðið mætir Færeyingum tvívegis á morgun og laugardag og verða leikirnir spilaðir í Framhúsinu í Safamýri klukkan 20 annað kvöld og 14:15 á laugardaginn. Hægt er að nálgast ókeypis miða á leikina í verslunum Lyfju.

Í Rúmeníu spilar liðið svo við Azerbadjan þann 28. nóv, Portúgal þann 1. des, Rúmena 2. des og þá Ítali 3. nóvember.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×