Innlent

Segir Alþingi verði að samþykkja sérstakt frumvarp

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur að skuldbindingar þriggja ráðherra vegna fyrirhugaðs tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn hafi ekkert gildi fyrr en Alþingi hefur samþykkt sérstakt frumvarp þar um. Ríkisendurskoðandi gaf fjárlaganefnd Alþingis álit sitt á málinu í morgun, þar sem hann tekur í sama streng. Einar Oddur telur það sé óheimilt samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins að skuldbinda ríkissjóð fyrir milljarða króna mörg ár fram í tímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×