Sport

Áfrýjun Neville vísað frá

Gary Neville er ekki sáttur við niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins
Gary Neville er ekki sáttur við niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins NordicPhotos/GettyImages

Áfrýjun Gary Neville, fyrirliða Manchester United, á 5000 punda sekt sem hann fékk fyrir fagnaðarlæti sín í leik gegn Liverpool á Old Trafford í vetur hefur verið vísað frá og leikmanninum því gert að greiða sektina. Neville er mjög ósáttur við niðurstöðuna.

Neville var dæmdur til að greiða sektina eftir að hann fagnaði sigurmarki United á Old Trafford á óhóflegan hátt að mati enska knattspyrnusambandsins, en háttalag hans á vellinum þótti storka stuðningsmönnum Liverpool um of. Neville segir málið ekki snúast um peningana og bætti við að hann hefði áfrýjað þó sektin hefði verið nokkrir aurar.

"Ég er enn á þeirri skoðun að fagnaðarlæti mín hafi ekki farið úr hófi fram á Anfield og mér finnst ekki rétt að setja fordæmi með svona löguðu þegar kvartað hefur verið yfir því að ekki séu nógu góð tengsl milli leikmanna og stuðningsmanna liðanna í deildinni," sagði Neville um atvikið sem átti sér stað þann 22. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×