Nýsköpunarsjóður í útrás með Marorku 23. september 2006 00:01 Skrifað undir samning um kaup og samstarf Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs og Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, skrifa undir samkomulag um kaup Nýsköpunarsjóðs á fimmtungshlut í Marorku. MYND/GVA Nýsköpunarsjóður hefur keypt fimmtungshlut í hátæknifyrirtækinu Marorku. Fjárfesting sjóðsins er sögð styrkja stoðir fyrirtækisins og opna nýja möguleika. Með samningnum hefur fjármögnun Marorku verið tryggð fram til ársins 2010. Nýsköpunarsjóður hefur fjárfesta í hátæknifyrirtækinu Marorku ehf sem starfar á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Í gær var gengið frá kaupum sjóðsins á 20 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál, en Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku segir að með samningnum sé búið að tryggja fyrirtækinu fjármögnun fram til ársins 2010. Það eru ekki uppi áform um að auka hlutafé frekar nema að komi til sérstök verkefni eða samruna sem mönnum gæti sýnst vænlegur kostur, segir hann. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Marorku bauð Nýsköpunarsjóð velkominn í lið með einu af framsæknustu fyrirtækjum landsins þegar hann kynnti kaupin og kvað mikils virði að fá jafnöflugan fjárfesti til liðs við Marorku. Á sama tíma vil ég líka starfsfólki Marorku þann árangur sem við höfum verið að ná, sagði hann. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Marorku næstu þrú til fimm árin, en fyrir hönd sjóðsins tekur Finnur Árnason sæti í stjórn Marorku. Finnbogi Jónsson, sem fyrir um viku tók við starfi framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs, lýsti yfir mikilli ánægju með aðkomu sjóðsins að fyrirtækinu og kvað sjóðinn hafa mikla trú á starfsemi Marorku. Hann segir fyrirtækið hafa alla burði til að vaxa mjög og vísaði til fyrri dæma þar tækni sem þróuð hafi verið hér heima hafi náð fótfestu í alþjóðlegri samkeppni, svo sem vaxtar Sæplasts, sem nú sé hluti af alþjóðlega risafyrirtækinu Promens, með 1.300 starfsmenn víða um heim og veltu upp á 18 milljarða króna. Við teljum Marorku hafa á að skipa mjög öflugri liðsheild sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði leiðandi í sölu á háþróuðum búnaði, segir hann. Við höfum verið að klára vöruþróun og byggja upp sölustarfsemi á mörkuðum okkar. Okkur hefur gengið mjög vel að kynna fyrirtækjum þann ávinning sem felst í kerfi okkar og markaðurinn að taka við sér, segir Dr. Jón Ágúst og bætir við að fyrir dyrum sé að efla enn frekar starfsemi Marorku og bæta við fólki. Og mjög mikilvægt er að hafa fjármagnið sem þarf til að fylgja eftir því starfi sem unnið hefur verið. Marorka er orðið alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í fimm löndum. Fyrirtækið hefur skilgreint Norður Atlantshaf sem heimamarkað sinn en skipafloti á því svæði telur yfir 5.000 skip. Orkustjórnunarkerfi Marorku er hið eina sinnar tegundar í heiminum. Það er ætlað fyrir fiskiskip og flutningaskip, en sérstaða þess felst í aðferðum sem notaðar eru til að lágmarka orkunotkun skipa. Meðal viðskiptavina Marorku eru mörg af helstu fyrirtækjum í skipaútgerð, bæði hér heima og erlendis. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Nýsköpunarsjóður hefur keypt fimmtungshlut í hátæknifyrirtækinu Marorku. Fjárfesting sjóðsins er sögð styrkja stoðir fyrirtækisins og opna nýja möguleika. Með samningnum hefur fjármögnun Marorku verið tryggð fram til ársins 2010. Nýsköpunarsjóður hefur fjárfesta í hátæknifyrirtækinu Marorku ehf sem starfar á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Í gær var gengið frá kaupum sjóðsins á 20 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál, en Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku segir að með samningnum sé búið að tryggja fyrirtækinu fjármögnun fram til ársins 2010. Það eru ekki uppi áform um að auka hlutafé frekar nema að komi til sérstök verkefni eða samruna sem mönnum gæti sýnst vænlegur kostur, segir hann. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Marorku bauð Nýsköpunarsjóð velkominn í lið með einu af framsæknustu fyrirtækjum landsins þegar hann kynnti kaupin og kvað mikils virði að fá jafnöflugan fjárfesti til liðs við Marorku. Á sama tíma vil ég líka starfsfólki Marorku þann árangur sem við höfum verið að ná, sagði hann. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Marorku næstu þrú til fimm árin, en fyrir hönd sjóðsins tekur Finnur Árnason sæti í stjórn Marorku. Finnbogi Jónsson, sem fyrir um viku tók við starfi framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs, lýsti yfir mikilli ánægju með aðkomu sjóðsins að fyrirtækinu og kvað sjóðinn hafa mikla trú á starfsemi Marorku. Hann segir fyrirtækið hafa alla burði til að vaxa mjög og vísaði til fyrri dæma þar tækni sem þróuð hafi verið hér heima hafi náð fótfestu í alþjóðlegri samkeppni, svo sem vaxtar Sæplasts, sem nú sé hluti af alþjóðlega risafyrirtækinu Promens, með 1.300 starfsmenn víða um heim og veltu upp á 18 milljarða króna. Við teljum Marorku hafa á að skipa mjög öflugri liðsheild sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði leiðandi í sölu á háþróuðum búnaði, segir hann. Við höfum verið að klára vöruþróun og byggja upp sölustarfsemi á mörkuðum okkar. Okkur hefur gengið mjög vel að kynna fyrirtækjum þann ávinning sem felst í kerfi okkar og markaðurinn að taka við sér, segir Dr. Jón Ágúst og bætir við að fyrir dyrum sé að efla enn frekar starfsemi Marorku og bæta við fólki. Og mjög mikilvægt er að hafa fjármagnið sem þarf til að fylgja eftir því starfi sem unnið hefur verið. Marorka er orðið alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í fimm löndum. Fyrirtækið hefur skilgreint Norður Atlantshaf sem heimamarkað sinn en skipafloti á því svæði telur yfir 5.000 skip. Orkustjórnunarkerfi Marorku er hið eina sinnar tegundar í heiminum. Það er ætlað fyrir fiskiskip og flutningaskip, en sérstaða þess felst í aðferðum sem notaðar eru til að lágmarka orkunotkun skipa. Meðal viðskiptavina Marorku eru mörg af helstu fyrirtækjum í skipaútgerð, bæði hér heima og erlendis.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira