Skiptast á að taka sér frí 23. september 2006 08:15 styttri dagur vegna manneklu Elmar Sölvi og Alvin Smári ásamt foreldrum sínum Steinunni og Steinari. Foreldrarnir hafa báðir þurft að taka sér frí frá vinnu vegna skertrar vistunar strákanna á leikskóla. Steinunn Grétarsdóttir og Steinar Geir Agnarsson eiga tvo stráka á leikskóla sem búið hafa við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Elmar Sölvi, sextán mánaða er á Vinagerði og Alvin Smári, fjögurra ára er á Kvistaborg en á þessum leikskólum hafa börn búið við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Steinunn segir að síðustu tvær vikurnar hafi hún þurft að sækja báða drengina áður en hefðbundnum skóladegi lauk en leikskólarnir hafa tekið tillit til þeirra og reynt að samræma skerðinguna eftir megni. Steinunn segir þessa skertu viðveru drengjanna hafa orðið til þess að báðir foreldrar hafi þurft að taka sér frí frá vinnu. Nú í vikunni gerðist eldri sonur okkar yngsti starfsmaður Glitnis þegar hann fór með föður sínum í vinnuna, segir Steinunn en bætir við að yfirmenn þeirra hafi sýnt ástandinu skilning. Steinunn segir ábyrgð á ástandinu liggja hjá ráðamönnum og segir það staðreynd að fjöldi menntaðra leikskólakennara ráði sig í önnur störf þar sem launin séu betri. Ég veit að háskólamenntaður starfsmaður á frístundaheimili sem ber enga ábyrgð fær hærri laun en menntaður deildarstjóri á leikskóla. Steinunn veit til þess að sautján ára starfsmaður hafi verið ráðinn á annan leikskólann sem vistar börn hennar. Mér finnst skjóta skökku við að tala um að gera leikskólann að fyrsta skólastigi á sama tíma og ekki náist að ráða fullorðið fólk til starfa. Steinunn tekur fram að þetta sé ekki áfellisdómur yfir stafsmanninum sem slíkum heldur lýsi þessi staða því hversu alvarlegt ástandið sé. Ég furða mig einnig á því hversu lítið hefur heyrst í formanni leikskólaráðs og hvað stjórnvöld hafa lítið aðhafst til að leysa þennan vanda. Steinunn er í foreldrafélagi Kvistaborgar og segir skerta vistun hafa áhrif á margar fjölskyldur og að foreldrar hafi ýmist þurft að taka sér frí eða fá unglinga eða ömmur til að passa. Helga Hallgrímsdóttir leikskólastjóri á Kvistaborg segir leikskólann verða fullmannaðan frá næstu mánaðamótum og að enginn verði sendur heim í næstu viku. Helga segir einnig að ekki hafi náðst að ráða faglærða starfsmenn í þau störf sem laus voru. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Steinunn Grétarsdóttir og Steinar Geir Agnarsson eiga tvo stráka á leikskóla sem búið hafa við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Elmar Sölvi, sextán mánaða er á Vinagerði og Alvin Smári, fjögurra ára er á Kvistaborg en á þessum leikskólum hafa börn búið við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Steinunn segir að síðustu tvær vikurnar hafi hún þurft að sækja báða drengina áður en hefðbundnum skóladegi lauk en leikskólarnir hafa tekið tillit til þeirra og reynt að samræma skerðinguna eftir megni. Steinunn segir þessa skertu viðveru drengjanna hafa orðið til þess að báðir foreldrar hafi þurft að taka sér frí frá vinnu. Nú í vikunni gerðist eldri sonur okkar yngsti starfsmaður Glitnis þegar hann fór með föður sínum í vinnuna, segir Steinunn en bætir við að yfirmenn þeirra hafi sýnt ástandinu skilning. Steinunn segir ábyrgð á ástandinu liggja hjá ráðamönnum og segir það staðreynd að fjöldi menntaðra leikskólakennara ráði sig í önnur störf þar sem launin séu betri. Ég veit að háskólamenntaður starfsmaður á frístundaheimili sem ber enga ábyrgð fær hærri laun en menntaður deildarstjóri á leikskóla. Steinunn veit til þess að sautján ára starfsmaður hafi verið ráðinn á annan leikskólann sem vistar börn hennar. Mér finnst skjóta skökku við að tala um að gera leikskólann að fyrsta skólastigi á sama tíma og ekki náist að ráða fullorðið fólk til starfa. Steinunn tekur fram að þetta sé ekki áfellisdómur yfir stafsmanninum sem slíkum heldur lýsi þessi staða því hversu alvarlegt ástandið sé. Ég furða mig einnig á því hversu lítið hefur heyrst í formanni leikskólaráðs og hvað stjórnvöld hafa lítið aðhafst til að leysa þennan vanda. Steinunn er í foreldrafélagi Kvistaborgar og segir skerta vistun hafa áhrif á margar fjölskyldur og að foreldrar hafi ýmist þurft að taka sér frí eða fá unglinga eða ömmur til að passa. Helga Hallgrímsdóttir leikskólastjóri á Kvistaborg segir leikskólann verða fullmannaðan frá næstu mánaðamótum og að enginn verði sendur heim í næstu viku. Helga segir einnig að ekki hafi náðst að ráða faglærða starfsmenn í þau störf sem laus voru.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent