Innlent

Stjórnvöld leigja búnað

Íslensk stjórnvöld munu leigja ýmsan búnað í eigu Bandaríkjahers sem þykir gegna mikilvægu hlutverki varðandi rekstur flugvallarins í Keflavík. Er þar helst um að ræða snjóruðningstæki, tækjabúnað slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli og ýmiss konar fjarskiptabúnað. Þetta kom fram í Víkurfréttum.

Samkvæmt frétt blaðsins munu íslensk stjórnvöld leigja búnaðinn þangað til Íslendingar hafa komið sér upp slíkum búnaði sjálfir. Talið er að það muni taka um eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×