Innlent

Fjórðungsaukning á einu ári

Yfirdráttarlán hafa aukist um fjörutíu milljarða króna síðustu tólf mánuði, eða um 24 prósent, að því er greiningardeild KB banka segir. Í lok síðasta mánaðar námu yfirdráttarlán 191 milljarði króna.

Bendir bankinn á að á sama tíma hafi verðlag hækkað um rúm átta prósent. „Ef yfirdráttarlán eru brotin niður á lántakendur kemur í ljós að fyrirtæki eiga um helmingshlutdeild og heimilin um þriðjung. Ef litið er á þróun verðtryggðra útlána innlánsstofnana kemur í ljós að þau hafa vaxið um 38 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum en stóðu nær í stað milli júlí og ágúst og lækkuðu því að raunvirði,“ segir bankinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×