Innlent

Varað við skelfiski úr Hvalfirði

Hafrannsóknarstofnun varar við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði sem er eitraður og getur valdið veikindum í fólki.

Í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnuninni segir að á undanförnum vikum hafi borið mikið á eitruðum svifþörungum í Hvalfirði þar sem fjöldi svo kallaðra Dinophysis spp skoruþörunga hefur verið mjög mikill,  eða 5-23 þúsund frumur í hverjum lítra af sjó.

Viðmiðunarmörk fyrir hættu á DSP-eitrun í skelfiski vegna þessara tegunda séu 500 frumur í hverjum lítra. Því er fólki eindregið ráðið frá því að tína sér skelfisk eða krækling til matar í Hvalfirði um þessar mundir og næstu vikur. Neysla skelfisks, þar með talið kræklings, sem inniheldur DSP-eitur, getur valdið veikindum hjá fólki sem lýsa sér í þrautum í kviðarholi, uppköstum og niðurgangi. Áhrif eitursins geta varað í marga daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×