Innlent

Hættumerki um offituvanda

Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti.

Ráðstefna um offitu barna var haldin á Grand hótel í gær og í dag. Einn ræðumanna er sérfræðingur í barnalækningum við Harvard háskóla í Bandaríkjunum og segir hann Íslendinga standa á tímamótum, því ef ekkert verði að gert þróist offituvandinn hér landi á sömu leið og í Bandaríkjunum. En þar eru eitt af hverjum þremur börnum of feit eða of þung. Hann segir skyndibitaauglýsingar og ekki nægilega mikið framboð af hollum mat í matvöruverslunum merki um þróun í sömu átt og í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×