Innlent

Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði

Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra.

Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×