Innlent

17. júní undirbúinn í kvöld

Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól.

Þegar fréttastofa átti leið um miðbæinn í kvöld voru menn í óða önn að setja upp stóra sviðið við Lækjargötu en þar stíga margar vinsælustu sveitir landsins á stokk á morgun. Skammt þar frá, nánar tiltekið á Austurvelli, voru skátar við æfingar fyrir hátíðardagskrá í fyrramálið. Þeir létu ekki rigningarsudda á sig fá og marseruðu taktfast að Austurvelli. Ekki má búast við því að það líði yfir fólk vegna hita á Austurvelli eins og gerðist í fyrra því spáð er áframhaldandi rigningu á morgun og níu stiga hita í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×