Innlent

Pétur Gautur kom, sá og sigraði

Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fjórða sinn sem Gríman er afhent.

Leikritið var valið leiksýning ársins, leikstjórinn Baltasar Kormákur leikstjóri ársins og þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fengu verðlaun fyrir frammistöðu í verkinu, Ólafía í aðalhlutverki en Ingvar og Brynhildur í aukahlutverki.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og leikhússtjóri, fékk heiðursverðlaun Grímunnar og þá hlaut barnasýningin Hafið bláa Áhorfendaverðlaunin. Hilmir Snær Guðnason var valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sín í Ég er mín eigin kona og Andrea Gylfadóttir var valin sögvari ársins en hún syngur fyrir plöntuna í Litlu hryllingsbúðinni. Nick Cave og Warren Ellis fengu Grímuna fyrir tónlist ársins í verkinu Woyzec. Leitin að jólunum þótti besta barnasýningin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×