Innlent

Málið enn til rannsóknar

Tveir skipverjar á rússneska fiskflutningaskipinu Artois voru sektaðir vegna smyglmálsins sem upp kom á Raufarhöfn fyrir rúmri viku. Lögreglan á Húsavík kom upp um smygl á 1.400 kartonum af sígarettum auk smygls á lítilræði af vodka-flöskum. Skipið er farið frá Íslandi.

Að sögn Sigurðar Brynjólfssonar yfirlögregluþjóns stendur rannsókn á tengslum fimm manna sem búsettir eru í landi enn yfir. Þrír af þeim eru Íslendingar en tveir eru erlendir ríkisborgarar. Óljóst er hvort þeir verða allir ákærðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×