Sjóræningjaveiðar gerðar ómögulegar 4. nóvember 2006 07:45 „Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað." Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
„Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað."
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira