Innlent

Lýsir yfir stuðningi við Odd

Stjórn AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands, lýsir yfir fullum stuðningi við störf Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu.

Stjórnin lýsir furðu og skömm á ummælum sem Eiður Baldvinsson, forstöðumaður Starfsmannaleigunnar 2b, lét falla við vitnaleiðslu í máli sem AFL höfðaði á hendur 2b til innheimtu á vangoldnum launum starfsmanna fyrirtækisins. En við vitnaleiðslur sakaði Eiður Odd um mútuþægni.

Stjórn AFLs beinir því til samstarfsnefndar verkalýðshreyfingarinnar að Eiður verði kallaður til ábyrgðar orða sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×