Innlent

Ekki samstiga í efnahagsstefnu

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að fullsnemmt sé að aflýsa hættuástandi.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að fullsnemmt sé að aflýsa hættuástandi.

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að það komi sér ekki á óvart að Seðlabankinn treysti sér ekki til að slaka á aðhaldi í efnahagsmálum, fullsnemmt sé hjá forsætisráðherra að lýsa því yfir að hættuástandið sé liðið hjá.

„Enn einu sinni er komin upp sú staða að stefna stjórnvalda og Seðlabankans er ekki samstæð,“ segir Gylfi. „Í vor eru kosningar og þá verða hagsmunir stjórnmálaflokka sem vilja vera áfram við völd ríkari en hagsmunir þjóðarinnar hvað varðar jafnvægi í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í viðvörun Seðlabankans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×