Innlent

Flokkurinn þarf að kynna sín góðu verk

 

Fjórir sóttust eftir kjöri i annað sætið og eftir fyrstu umferð skildu sextán atkvæði á milli Samúels Arnar og Unu Maríu Óskarsdóttir. Til að ná kosningu þarf hins vegar helming atkvæða og Samúel Örn fékk ríflega það í síðari umferðinni eða 148 atkvæði á móti níutíu atkvæðum Unu Maríu. Una og Gísli Tryggvason umboðsmaður neytenda buðu sig þá fram í þriðja sætið ásamt Hlini Melsteð Jóngeirssyni og náði Una María kjöri með 139 atkvæðum. Þá gaf Gísli kost á sér í fjórða og hlaut það. Kristbjörg Þórisdóttir fékk fimmta sæti og Hlini Melsteð Jóngeirsson það sjötta. En hverju þakkar Samúel þessa góðu kosningu? "Ég held að það sé það að Framsóknarflokkurinn hefur leitað að nýjum kröftum og við þurfum að sameina þessa krafta og ég hef talað fyrir því. Og ég hef talað fyrir því líka að það séu tækifæri, við eigum nóg af verkum til að státa af og við þurfum að láta fólk betur vita um þau."

Athygli vekur að helmingur þeirra sex efstu eru úr Kópavogi og að sætin skiptast jafnt á milli kynja, þurfti því ekki að grípa til reglna um jafnt kynjahlutfall sem settar voru fyrir þetta aukakjördæmisþing á Seltjarnarnesinu.

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×