Innlent

Ekki mesta hætta á vopnuðum árásum

Alyson Balies, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi.
Alyson Balies, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála.

Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í

Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi.

Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða.

Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag.

Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×