Viðskipti innlent

IP-netið endurnýjað

Sími og handsprengja
Sími og handsprengja

Síminn hefur stækkað IP-net (internet protocol net) sitt verulega og býður nú enn öruggari og hraðari gagnaflutninga.

Í tilkynningu frá Símanum segir að eftir stækkunina sé netið mun öflugra og geti borið meiri umferð en áður. Slíkt auki rekstraröryggi fyrirtækja til muna.

Þá segir ennfremur að vegna þeirra gífurlegu framfara sem átt hafi sér stað í fjarskiptum byggi fyrirtæki nú í auknum mæli afkomu sína á því að geta sótt og sent gögn sín hratt og örugglega. Þess vegna þarf netið að vera í stöðugri uppbyggingu og vænta má enn frekari stækkunar á IP-neti Símans á næstunni.

Algengt er að fyrirtæki endurnýi ekki símstöðvar sem úreldast heldur færi tal yfir á IP-netið. Það getur verið hagkvæmt því ekki þarf að ráða starfsmenn til þess að sjá um fjarskiptin heldur sjá sérfræðingar Símans um að reka kerfið og aðlaga það að starfsemi hvers fyrirtækis. Fyrirtækin geta í staðinn einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi, að því er segir í tilkynningu Símans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×