Trommutaktar og lúðrar 16. nóvember 2006 15:30 jónas sigurðsson Jónas er að gefa út sína fyrstu plötu. Útgáfutónleikar hans verða í Tjarnarbíói í kvöld.fréttablaðið/pjetur MYND/Pjetur Jónas Sigurðsson, fyrrum söngvari Sólstrandagæjanna, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Þar sem malbikið svífur mun ég dansa. Jónas hefur starfað síðustu ár við hugbúnaðargerð hjá Microsoft í Danmörku. Upptökur plötunnar fóru fram á heimilum vina og kunningja í íslenskum og norskum sjávarþorpum, Reykjavík og Kaupmannahöfn á tveggja ára tímabili. Platan inniheldur ellefu lög með íslenskum textum og efnistökin margvísleg; tilgangur lífsins, myrkur og fegurð.Leitaði að rétta „sándinu“Jónas segist hafa haft plötuna í hausnum í fjögur til fimm ár áður en hann ákvað að stíga skrefið og taka hana upp. „Ég flutti til Danmerkur fyrir fjórum árum og átti svo mikið efni sem ég var í að spá í að gefa út. Ég bara náði ekki alveg að finna hvernig ég ætti að hafa „sándið"," segir Jónas. „Fyrir þremur árum byrjaði ég að fara í stúdíó og taka upp og vinna þessar hugmyndir. Ég var á tímabili búinn að ýta þessu til hliðar og var að vinna við forritun. En tónlistin var svo knýjandi að ég varð að koma henni að til að viðhalda mínu andlega heilbrigði." Stanslaust partíJónas vill ekki meina að erfitt hafi verið að koma sér úr gír Sólstrandagæjans yfir í gír alvarlega sólótónlistarmannsins. „Sólstrandagæjarnir voru í rauninni hálfgert partí. Ég og vinur minn sömdum það allt saman á tveimur helgum og svo varð það alveg risastórt og yfirtók allt annað. Á þessum tíma var ég að leyfa fólki að heyra demó sem ég hafði samið fyrir sjálfan mig og það spurði bara: Hvað er nú þetta? Þetta verður aldrei vinsælt," segir hann og hlær. „Það er í rauninni ótrúlegt hvað þetta lifir því hljómsveitin var ekki einu sinni til í tvö ár. Við vorum nýútskrifaðir stúdentar að vinna í frystihúsi og gáfum þessa plötu út fyrir vini okkar sem partíefni. Síðan var þetta bara stanslaust partí." Trommari að upplagiJónas segist hafa nálgast plötuna sína mikið út frá rythma, enda er hann trommuleikari að upplagi. „Ég var mikið í lúðrasveitum og var alltaf hrifinn af þessu „energíi" sem er í þessum lúðrum þegar þeir eru notaðir hráir. Ég man þegar það voru haldin lúðrasveitamót einu sinni á ári þar sem allar lúðrasveitirnar komu saman og duttu í það. Þá voru allir að spila á lúðrana og mér fannst það svo geðveikt „sánd". Það var dálítið erfitt að fá hljóðfæraleikarana til að spila þannig á plötunni," segir hann og hlær. Jónas reyndi jafnframt að forðast að vera með trommusett á plötunni. Vildi hann frekar hafa hljóminn eins og í lúðrasveit, þar sem einn er á bassatrommu og annar á sneril. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn með þessa plötu. Mér finnst ég hafa eitthvað að segja og mig langaði að gera meira, það er engin spurning." Átta manna hljómsveitFjölmargir danskir og íslenskir tónlistarmenn koma við sögu á plötunni og mun Jónas koma fram með átta manna hljómsveit á útgáfutónleikum sem hefjast í Tjarnarbíói klukkkan 22.00 í kvöld. Miðaverð er 1.000 krónur. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Jónas Sigurðsson, fyrrum söngvari Sólstrandagæjanna, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Þar sem malbikið svífur mun ég dansa. Jónas hefur starfað síðustu ár við hugbúnaðargerð hjá Microsoft í Danmörku. Upptökur plötunnar fóru fram á heimilum vina og kunningja í íslenskum og norskum sjávarþorpum, Reykjavík og Kaupmannahöfn á tveggja ára tímabili. Platan inniheldur ellefu lög með íslenskum textum og efnistökin margvísleg; tilgangur lífsins, myrkur og fegurð.Leitaði að rétta „sándinu“Jónas segist hafa haft plötuna í hausnum í fjögur til fimm ár áður en hann ákvað að stíga skrefið og taka hana upp. „Ég flutti til Danmerkur fyrir fjórum árum og átti svo mikið efni sem ég var í að spá í að gefa út. Ég bara náði ekki alveg að finna hvernig ég ætti að hafa „sándið"," segir Jónas. „Fyrir þremur árum byrjaði ég að fara í stúdíó og taka upp og vinna þessar hugmyndir. Ég var á tímabili búinn að ýta þessu til hliðar og var að vinna við forritun. En tónlistin var svo knýjandi að ég varð að koma henni að til að viðhalda mínu andlega heilbrigði." Stanslaust partíJónas vill ekki meina að erfitt hafi verið að koma sér úr gír Sólstrandagæjans yfir í gír alvarlega sólótónlistarmannsins. „Sólstrandagæjarnir voru í rauninni hálfgert partí. Ég og vinur minn sömdum það allt saman á tveimur helgum og svo varð það alveg risastórt og yfirtók allt annað. Á þessum tíma var ég að leyfa fólki að heyra demó sem ég hafði samið fyrir sjálfan mig og það spurði bara: Hvað er nú þetta? Þetta verður aldrei vinsælt," segir hann og hlær. „Það er í rauninni ótrúlegt hvað þetta lifir því hljómsveitin var ekki einu sinni til í tvö ár. Við vorum nýútskrifaðir stúdentar að vinna í frystihúsi og gáfum þessa plötu út fyrir vini okkar sem partíefni. Síðan var þetta bara stanslaust partí." Trommari að upplagiJónas segist hafa nálgast plötuna sína mikið út frá rythma, enda er hann trommuleikari að upplagi. „Ég var mikið í lúðrasveitum og var alltaf hrifinn af þessu „energíi" sem er í þessum lúðrum þegar þeir eru notaðir hráir. Ég man þegar það voru haldin lúðrasveitamót einu sinni á ári þar sem allar lúðrasveitirnar komu saman og duttu í það. Þá voru allir að spila á lúðrana og mér fannst það svo geðveikt „sánd". Það var dálítið erfitt að fá hljóðfæraleikarana til að spila þannig á plötunni," segir hann og hlær. Jónas reyndi jafnframt að forðast að vera með trommusett á plötunni. Vildi hann frekar hafa hljóminn eins og í lúðrasveit, þar sem einn er á bassatrommu og annar á sneril. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn með þessa plötu. Mér finnst ég hafa eitthvað að segja og mig langaði að gera meira, það er engin spurning." Átta manna hljómsveitFjölmargir danskir og íslenskir tónlistarmenn koma við sögu á plötunni og mun Jónas koma fram með átta manna hljómsveit á útgáfutónleikum sem hefjast í Tjarnarbíói klukkkan 22.00 í kvöld. Miðaverð er 1.000 krónur. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira