Innlent

Kosta 50 milljónir króna á ári

Í ráði er að dreifa dagskrá útvarps og sjónvarps Ríkisútvarpsins um gervitungl. Nemur árlegur kostnaður við útsendingarnar um 50 milljónum króna og hefur Alþingi samþykkt að verja 150 milljónum af Símapeningunum til að standa straum af kostnaðinum næstu þrjú árin.

Með þessu lagi eiga útsendingar RÚV að nást um allt landið, á hafi úti og í útlöndum.

Verkið er boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu og rennur frestur gervitunglafyrirtækja til að bjóða í það út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×