Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á hassi. Maðurinn var handtekinn við komuna frá Spáni hingað til lands í lok ágúst en hann hafði 219,69 grömm af hassi innvortis. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 92.190 krónur í sakarkostnað.
