
Golf
Birgir Leifur á Evrópumótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag langþráðum áfanga þegar hann varð fyrsti íslendingurinn í karlaflokki til að vinna sér sæti á Evrópumótaröð atvinnukylfinga á næsta ári. Birgir lauk keppni á þremur höggum undir pari á sjötta og síðasta hringnum á lokaúrtökumótinu á Spáni og verður því örugglega á meðal 30 efstu manna, sem tryggði sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári.