Erlent

2000 ára gömul fisksósa

Amfórurnar með fisksósunni

Spænskir vísindamenn eru vongóðir um að geta sett saman uppskrift að fisksósu sem auðugir Rómverjar héldu mikið uppá fyrir 2000 árum.

Fornleifafræðingar hafa verið að kafa að flakinu á rómversku flutningaskipi sem sökk rétt undan strönd Alicante um eitthundrað árum eftir Krist. Í farmi skipsins voru meðal annars amfórur, eða leirker, sem innihéldu bragðmikla fisksósu sem þótti lostæti á þessum tíma.

Skipsflakið er í mjög góðu ásigkomulagi, sem og amfórurnar sömuleiðis. Vísindamenn vonast til þess að geta efnagreint innihaldið og byrjað að framleiða fisksósuna vinsælu upp á nýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×