Mosley segir of mörg mót í Evrópu 16. nóvember 2006 18:01 Max Mosley NordicPhotos/GettyImages Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira