Erlent

Bandaríkin í samvinnu við Indland

Shiv Shankar Menon, utanríkisráðherra Indlands.
Shiv Shankar Menon, utanríkisráðherra Indlands. MYND/AP

Bandaríska þingið byrjaði í dag að ræða frumvarp sem fjallar um sölu á kjarnorkuvirkum efnum og framleiðslutækjum til Indlands. Frumvarpið hefur verið á hakanum ansi lengi en gagnrýnendur þess eru hræddir að með því að aðstoða Indverja við að koma sér upp kjarnorkutækni muni kjarnorkuvopnakapphlaup verða raunin í Suð-Austur Asíu allri og þá sérstaklega á milli Indlands og Pakistan.

Formaður bandarísku utanríkisnefndarinnar sagði í dag að þetta frumvarp væri það besta sem George W. Bush hefði gert á sínum valdatíma. Samkomulagið milli Indlands og Bandaríkjanna felur í sér að Indverjar muni opna öll sín kjarnorkuver fyrir eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni og taka þátt í því að draga úr útbreiðslu kjarnavopna.

Fyrr í dag hafði pakistanskur hershöfðingi hvatt til þess að Bandaríkin og Pakistan myndu vinna að því að ná svipuðu samkomulagi en talið er að það sé ekki líklegt. Hershöfðinginn sagði að öll lönd sem uppfylltu ákveðnar kröfur ættu að fá leyfi til þess að vinna kjarnorku en ekki bara þau sem Bandaríkjamenn bjóða að vera með í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×