Viðskipti erlent

Verðbólga lækkar í Noregi

Verðbólga lækkaði um 0,4 prósentustig í ágúst og mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli. Þetta kom nokkuð á óvart en sérfræðingar spáði óbreyttri verðbólgu á milli mánaða. Til samanburðar lækkaði verðbólgan um 0,6 prósent í júlí en lækkunin má einkum skýra með verðlækkun á fatnaði og símaþjónustu í Noregi.

Í Morgunkorni Glitnis segir að hagvöxtur í Noregi hafi mælst 1,1 prósent á öðrum fjórðungi ársins en það er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Þá hefur atvinnuleysi á þessu ári hefur verið minna en undanfarin fimm ár og hefur einkaneysla aukist samhliða því.

Glitnir segir olíuverð hafa mikil áhrif á efnahagslífið í Noregi en olía telur um 40 prósent af heildarútflutningi landsins. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Noregs vinni um 1,3 prósent af vinnufæru fólki í olíugeiranum og telji framleiðslan telur um 25 prósent af vergri landsframleiðslu. Breytingar á olíuverði endurspeglast í hlutabréfavísitölunni OBX þar sem olíufyrirtækin vega þungt, að sögn Glitnis. Í lok ágúst hafði vísitalan hækkað um 14,4% frá áramótum. Í ágúst fór hún hinsvegar lækkandi en það er í samræmi við lækkandi olíuverð undanfarnar vikur. Olíuverð hefur haldið áfram að lækka í morgun og hlutabréfaverð í Noregi hefur lækkað um 2,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×