Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ 27. október 2006 12:05 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira