Sport

23 ára nýliði með forystu

John Holmes
John Holmes

23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, hefur forystu á PGA mótinu í golfi í Scottsdale í Arizona. 168 þúsund áhorfendur mættu á TPC-völlinn til þess að fylgjast með keppninni í gær og hafa aldrei verið fleiri á þessu móti.

John Holmes lék á 6 höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á landa sína JJ Henry og Ryan Palmer. Holmes er samtals á 16 undir pari. Phil Mickelson er á heimavelli og hann var nærri búinn að fugl á 13. braut. Mickelson er í 18-28. sæti, 8 höggum á eftir John Holmes.

David Toms hefur leikið mjög vel á þessu ári og hann fékk örn á 15. braut og er aðeins tveimur höggum á eftir John Holmes, er í 4. sæti ásamt Justin Leonard.

John Holmes er nýliði og hann gæti orðið yngsti kylfingurinn til að vinna þetta mót frá því að Jerry Pate hafði sigur 1977. Lokahringurinn verður spilaður í kvöld að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×