Þankar um sparisjóði 24. ágúst 2007 06:00 Sparisjóðirnir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Viðskiptaráð telur þá staðnaða og á fallanda fæti, deilur hafa verið um formbreytingar Sparisjóðs Skagafjarðar, Spron er að breytast í öflugt hlutaféag og eftirspurn er eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða. Aukinn áhugi á sparisjóðunum á sér mjög eðlilegar skýringar þ.e. að rekstur þeirra hefur almennt gengið vel á undanförnum árum, þeir hafa vaxið mjög að umfangi og eigin fé og veita viðskipavinum betri þjónustu en aðrar fjármálastofnanir. Ef til vill stafar gremja Viðskiptaráðs ekki síst af því að augljóst er af árangri sparisjóðanna að unnt er að reka fjármálastofnanir með góðum árangri í öðrum formi en sem hlutafélag. Eðli og tilgangi sparisjóðann er vel lýst af fyrrverandi stjórnarformanni Sparisjóðs Mýrasýslu Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka í formála bókar um 90 ára sögu Sparisjóðs Mýrasýslu sem út kom árið 2003, en þar segir Magnús m.a. “Mestu máli skiptir þó, að hér má lesa, bæði með beinum orðum, en ekki síður milli línanna, að sparisjóðurinn er af grunni risinn sem félagsleg stofnun; honum var og er ætlað það hlutverk að þjóna héraðinu, með því að ávaxta aflögufé manna í þörfum verkefnum fyrirtækja og einstaklinga í héraði. Hann hefur því engan veginn eðli hlutafélagsbanka, sem reknir eru til ábata fyrir eigendur hlutafjár. Samskipti hans við einstaklinga og fyrirtæki hafa jafnan mótast af þessarri hugsun”. Um stofnfé sparisjóðanna segir Magnús: “Af þeirri félagslegu hugmyndafræði, sem sparisjóðir byggjast á, leiðir líka, að stofnfjáreigendur, sem nú eiga að lögum að standa að hverjum sparisjóði, eru engan veginn eigendur sjóðanna, heldur trúnaðarmenn umhverfisins, sem falið er að gæta þessa fjöreggs byggðanna. Ræki þeir hlutverk sitt eins og til er ætlast í þeirri hugmyndafræði, verða sparisjóðirnir aldrei “fé án hirðis” Þetta er mikilvægt að allir skilji.” Vert er að hugleiða frekar stöðu og hlutverk sparisjóða á landbyggðinni. Einkavæðing og fénýting síðustu ára hefur ekki reynst landsbyggðinni heilladrjúg. Hún hefur í flestum tilfellum fært fyrstu eigendum fénýtingarinnar mikla fjármuni en síðari notendur þurfa síðan að bera kostnaðinn af mikilli fjárbyndingu. Má þar nefna fénýtingu fiskveiðikvóta og mjólkurkvóta, sölu grunnnets fjarskipta og sala ríkisbankanna hefur ekki bætt þjónustu þeirra á landsbyggðinni. Fénýting eigin fjár sparisjóðanna í þágu stofnfjáreigenda, sem Viðskiptaráð virðist telja sjálfsagða, mun með sama hætti leiða af sér mikla fjárbindingu sem bera þarf kostnað af. Nálægð við fjármálaþjónustu og aðgangur að lánsfé er forsenda atvinnu og mannlífs í hverri byggð. Þessa þjónustu hafa sparisjóðirninr veitt hver á sínu starfssvæði. Er ekki eðlilegt að þeir sem notið hafa þjónustu Sparisjóðs Mýrasýslu eða annarra sparisjóða geri kröfu um að það rekstrarform sparisjóðanna sem reynst hefur vel í 100 ár eigi völ á að lifa í friði, og viðurkennt sé að það hefur kosti ekki síður en græðgi og fénýting? Höfundur er stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Sparisjóðirnir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Viðskiptaráð telur þá staðnaða og á fallanda fæti, deilur hafa verið um formbreytingar Sparisjóðs Skagafjarðar, Spron er að breytast í öflugt hlutaféag og eftirspurn er eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða. Aukinn áhugi á sparisjóðunum á sér mjög eðlilegar skýringar þ.e. að rekstur þeirra hefur almennt gengið vel á undanförnum árum, þeir hafa vaxið mjög að umfangi og eigin fé og veita viðskipavinum betri þjónustu en aðrar fjármálastofnanir. Ef til vill stafar gremja Viðskiptaráðs ekki síst af því að augljóst er af árangri sparisjóðanna að unnt er að reka fjármálastofnanir með góðum árangri í öðrum formi en sem hlutafélag. Eðli og tilgangi sparisjóðann er vel lýst af fyrrverandi stjórnarformanni Sparisjóðs Mýrasýslu Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka í formála bókar um 90 ára sögu Sparisjóðs Mýrasýslu sem út kom árið 2003, en þar segir Magnús m.a. “Mestu máli skiptir þó, að hér má lesa, bæði með beinum orðum, en ekki síður milli línanna, að sparisjóðurinn er af grunni risinn sem félagsleg stofnun; honum var og er ætlað það hlutverk að þjóna héraðinu, með því að ávaxta aflögufé manna í þörfum verkefnum fyrirtækja og einstaklinga í héraði. Hann hefur því engan veginn eðli hlutafélagsbanka, sem reknir eru til ábata fyrir eigendur hlutafjár. Samskipti hans við einstaklinga og fyrirtæki hafa jafnan mótast af þessarri hugsun”. Um stofnfé sparisjóðanna segir Magnús: “Af þeirri félagslegu hugmyndafræði, sem sparisjóðir byggjast á, leiðir líka, að stofnfjáreigendur, sem nú eiga að lögum að standa að hverjum sparisjóði, eru engan veginn eigendur sjóðanna, heldur trúnaðarmenn umhverfisins, sem falið er að gæta þessa fjöreggs byggðanna. Ræki þeir hlutverk sitt eins og til er ætlast í þeirri hugmyndafræði, verða sparisjóðirnir aldrei “fé án hirðis” Þetta er mikilvægt að allir skilji.” Vert er að hugleiða frekar stöðu og hlutverk sparisjóða á landbyggðinni. Einkavæðing og fénýting síðustu ára hefur ekki reynst landsbyggðinni heilladrjúg. Hún hefur í flestum tilfellum fært fyrstu eigendum fénýtingarinnar mikla fjármuni en síðari notendur þurfa síðan að bera kostnaðinn af mikilli fjárbyndingu. Má þar nefna fénýtingu fiskveiðikvóta og mjólkurkvóta, sölu grunnnets fjarskipta og sala ríkisbankanna hefur ekki bætt þjónustu þeirra á landsbyggðinni. Fénýting eigin fjár sparisjóðanna í þágu stofnfjáreigenda, sem Viðskiptaráð virðist telja sjálfsagða, mun með sama hætti leiða af sér mikla fjárbindingu sem bera þarf kostnað af. Nálægð við fjármálaþjónustu og aðgangur að lánsfé er forsenda atvinnu og mannlífs í hverri byggð. Þessa þjónustu hafa sparisjóðirninr veitt hver á sínu starfssvæði. Er ekki eðlilegt að þeir sem notið hafa þjónustu Sparisjóðs Mýrasýslu eða annarra sparisjóða geri kröfu um að það rekstrarform sparisjóðanna sem reynst hefur vel í 100 ár eigi völ á að lifa í friði, og viðurkennt sé að það hefur kosti ekki síður en græðgi og fénýting? Höfundur er stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun